Amy Schumer.
Amy Schumer. — AFP
Fólk Margar stjörnur úr tónlistar- og kvikmyndaheiminum hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við nemendur víða um Bandaríkin sem mótmæltu í vikunni með því að ganga út úr skólum. Tilgangurinn er að berjast fyrir breyttri byssulöggjöf.

Fólk Margar stjörnur úr tónlistar- og kvikmyndaheiminum hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við nemendur víða um Bandaríkin sem mótmæltu í vikunni með því að ganga út úr skólum. Tilgangurinn er að berjast fyrir breyttri byssulöggjöf.

„Ég er stoltur af krökkunum mínum og öllum krökkunum sem tóku þátt í dag,“ tísti Ben Stiller. „Þessir krakkar eru frábærir,“ sagði Seth MacFarlane um mótmælendurnar úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Flórída þar sem fjórtán nemendur og þrír starfsmenn létu lífið í skotárás í febrúar. Liam Gallagher hvatti nemendurna áfram á Twitter. „Það er nóg komið,“ skrifaði hann og Amy Schumer hvatti fólk til að taka þátt í mótmælunum March For Our Lives þann 24. mars.