Deilur Tekist er á um anda skáldsögu Harper Lee, To Kill a Mockingbird.
Deilur Tekist er á um anda skáldsögu Harper Lee, To Kill a Mockingbird. — AFP
Til stendur að færa leikgerð hinnar víðfrægu skáldsögu Harper Lee, To Kill a Mockingbird , á svið í einu af Broadway-leikhúsunum í New York.

Til stendur að færa leikgerð hinnar víðfrægu skáldsögu Harper Lee, To Kill a Mockingbird , á svið í einu af Broadway-leikhúsunum í New York. Greint er frá því í The New York Times að dánarbú rithöfundarins mótmæli nú þeim tökum sem sagan er tekin í handriti Aarons Sorkins og hafi höfðað í mál í Alabama-ríki til að fá því breytt.

Lögmaður dánarbúsins segir leikgerð Sorkins sveigja of mikið frá anda sögunnar og þar með brjóta samning sem gerður var milli dánarbúsins og framleiðenda leiksýningarinnar. Málið er höfðað eftir að fundir milli deiluaðila höfðu engu skilað og fyrir vikið er óvíst um framtíð leiksýningarinnar sem mikill áhugi hefur verið á.