— Morgunblaðið/Eggert
Af hverju Sykur? Insúlín. Við hverju má búast á tónleikum Sykurs á laugardaginn? Rafbylgju með vandræði og hjarta í vasanum. Fín súpa – heit súpa. Spánný lög og gamalgróin. Holdsflakk og himnarof.
Af hverju Sykur?

Insúlín.

Við hverju má búast á tónleikum Sykurs á laugardaginn?

Rafbylgju með vandræði og hjarta í vasanum. Fín súpa – heit súpa. Spánný lög og gamalgróin. Holdsflakk og himnarof.

Hvað er það skemmtilegasta við að taka þátt í viðburði sem þessum?

Stemningin í loftinu þegar margt skapandi fólk kemur saman. Lyktin af ungviðinu og komandi straumum. Útrásin!

Opnar Sónar dyr fyrir unga íslenska tónlistarmenn?

Auðvitað er alltaf gaman að spila fyrir nýja hlustendur, hvort sem þeir eru erlendir eða ekki. Það er vel staðið að þessari hátíð og óneitanlega góð reynsla.

Eru einhverjir tónlistarmenn sem þú mælir sérstaklega með á Sónar?

Sunna, Lindstrøm, Countess Malaise og Underworld.

Hvað er í vændum hjá þér?

Myndband við Loving None, að taka upp Sykur plötu og klára námið mitt við Myndlistarskólann í Reykjavík.