Í janúar 2013 skipaði borgarstjóri starfshóp til að yfirfara verklag vegna ráðninga starfsfólks til umönnunarstarfa og til starfa með börnum og unglingum hjá Reykjavíkurborg.

Í janúar 2013 skipaði borgarstjóri starfshóp til að yfirfara verklag vegna ráðninga starfsfólks til umönnunarstarfa og til starfa með börnum og unglingum hjá Reykjavíkurborg.

Í júní 2015 skilaði starfshópurinn skýrslu með ítarlegum tillögum, þar sem starfsmenn borgarinnar hefðu þurft að veita heimildir fyrir að ýmsar upplýsingar um þá yrðu sóttar í sakaskrá, m.a. vegna ávana- og fíkniefnabrota. Í þessum tillögum er einnig að finna hnapp á heimasíðu Reykjavíkurborgar til að senda inn tilkynningar um ofbeldisbrot. Borgarfulltrúar hófu umræður og spurningar er vörðuðu hæfniskröfur umsækjenda, hvort þær gengju ekki of langt, t.d. lengra en lög. Hluta tillagnanna var vísað til starfshóps um meðferð persónuupplýsinga. Þessar tillögur höfðu ekki verið teknar til afgreiðslu hjá borgarráði á ný.