Flytjendur Hlín Pétursdóttir, Magnea Tómasdóttir og Gerrit Schuil.
Flytjendur Hlín Pétursdóttir, Magnea Tómasdóttir og Gerrit Schuil.
Ljóðatónleikar verða haldnir í Hannesarholti á morgun kl. 17. Á þeim flytja söngkonurnar Hlín Pétursdóttir Behrens og Magnea Tómasdóttir franska ljóðasöngva ásamt Gerrit Schuil píanóleikara.

Ljóðatónleikar verða haldnir í Hannesarholti á morgun kl. 17. Á þeim flytja söngkonurnar Hlín Pétursdóttir Behrens og Magnea Tómasdóttir franska ljóðasöngva ásamt Gerrit Schuil píanóleikara.

Á dagskrá er tónlist eftir Hector Berlioz, Henri Duparc, Eric Satie og Franz Liszt. Ljóðin snerta allt lífið, hið stóra og smáa í tilverunni, segir í tilkynningu. „Atburður, augnatillit, tilfinningar sem rúmast í einu augnabliki fela í sér sannleika heillar eilífðar,“ segir þar, „blæbrigðarík efnisskrá með fjársjóðum franskrar ljóðahefðar; Nuits d'été eftir Berlioz, Trois chansons eftir Saite og valin lög eftir Duparc og Liszt.

Aðgangseyrir er kr. 3.000 og fer miðasala fram á tix.is og við innganginn.