Verk eftir Bergþór Morthens
Verk eftir Bergþór Morthens
Tveir viðburðir verða í Alþýðuhúsinu á Siglufirði nú um helgina. Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni í dag kl. 15 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki á morgun kl. 14.30.

Tveir viðburðir verða í Alþýðuhúsinu á Siglufirði nú um helgina.

Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni í dag kl. 15 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki á morgun kl. 14.30.

Brák hefur dvalið í sýningarrýminu langtímum saman, rannsakað galleríið og möguleika þess og hversdagsleg nálgun, útvíkkun efnis og áferðar í rýminu fylltu hana löngun til að leika sér með rifurnar milli gólfborðanna, segir í tilkynningu. Bergþór mun segja frá eigin verkum og þróun í sköpunarferli og koma m.a. við sögu vendingar í ferli málverksins, átök ólíkra stíla og hræðsla við liti.