— Morgunblaðið/Ómar
Nú þegar marsmánuður er hálfnaður er mannfólkið farið að lengja eftir vorinu, og sama má segja um blessaða fuglana sem syngja hvern dag um vorið sem bráðum kemur.
Nú þegar marsmánuður er hálfnaður er mannfólkið farið að lengja eftir vorinu, og sama má segja um blessaða fuglana sem syngja hvern dag um vorið sem bráðum kemur. Þessi þröstur þandi sitt brjóst og sperrti stél þar sem hann flögraði um í Laugardalnum í gær. Gera má ráð fyrir að hann sé að kalla á hlýrri daga og víst er að grænar nálar eru farnar að kíkja víða upp úr sverðinum sem sofið hefur í vetur.