Lettar Dzintra Erliha og Emma Aleksandra Bandeniece flytja tónlist að heiman.
Lettar Dzintra Erliha og Emma Aleksandra Bandeniece flytja tónlist að heiman.
Í tilefni 100 ára afmælis sjálfstæðis Lettlands halda lettnesku tónlistarkonurnar Dzintra Erliha, sem leikur á píanó, og sellóleikarinn Emma Aleksandra Bandeniece tónleika í Hannesarholti í dag, laugardag, kl. 15.
Í tilefni 100 ára afmælis sjálfstæðis Lettlands halda lettnesku tónlistarkonurnar Dzintra Erliha, sem leikur á píanó, og sellóleikarinn Emma Aleksandra Bandeniece tónleika í Hannesarholti í dag, laugardag, kl. 15. Þrátt fyrir ungan aldur hafa báðar skipað sér á bekk með þekktustu hljóðfæraleikurum Lettlands. Erliha hefur unnið til margra verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum og Bandeniece hefur spilað með helstu hljómsveitum Lettlands og leikur reglulega í öðrum löndum. Á efnisskránni verður aðallega kammertónlist eftir lettnesku tónskáldin J. Medins, I. Ramins, J. Ivanovs, D. Aperane og P. Vas.