Bragi Þór Hinriksson á tökustað í Vestmannaeyjum.
Bragi Þór Hinriksson á tökustað í Vestmannaeyjum.
Bragi Þór hefur leikstýrt fjölskyldumyndum áður en hann er þekktur fyrir Sveppamyndirnar. „Það er öðruvísi því í þeim eru fullorðnir menn að leika börn.

Bragi Þór hefur leikstýrt fjölskyldumyndum áður en hann er þekktur fyrir Sveppamyndirnar. „Það er öðruvísi því í þeim eru fullorðnir menn að leika börn. En svo gerði ég sjónvarpsþættina Klukkur um jól og Loforð, sem voru sýndir á RÚV,“ segir hann.

„Þar eru krakkar að leika. Mér finnst gaman að vinna textann og andrúmsloftið með krökkum og leyfa þeim að eigna sér söguþráðinn og andrúmsloftið því þá verður þetta um þau á sannfærandi hátt,“ segir hann og útskýrir að krakkar finni strax ef eitthvað er ekki alveg ekta.

Sjónvarpsþáttaröð sem byggist á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum verður síðan sýnd á RÚV með haustinu en þættirnir eru í eftirvinnslu núna.