Fagnaðarfundir Við setningu fundarins stungu gamlir samherjar, Sturla Böðvarsson, Friðrik Sophusson og Einar K. Guðfinnsson, saman nefjum.
Fagnaðarfundir Við setningu fundarins stungu gamlir samherjar, Sturla Böðvarsson, Friðrik Sophusson og Einar K. Guðfinnsson, saman nefjum. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir málefnastarf landsfundarins hafa farið vel af stað, með „góðum átökum“. Einhverjar málefnanefndir sátu að störfum fram á kvöld.

Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir málefnastarf landsfundarins hafa farið vel af stað, með „góðum átökum“. Einhverjar málefnanefndir sátu að störfum fram á kvöld. Síðasti landsfundur var haldinn árið 2015 og þá vakti töluverða athygli hversu mjög ungt fólk innan flokksins steig fram og náði að koma sínum málum í gegn, en ungir sjálfstæðismenn lögðu þá fram hátt í 100 breytingatillögur innan nefnda og margar þeirra komust inn í stefnu flokksins. Að sögn Þórðar er umræðan í málefnastarfinu ekki síður frjó að þessu sinni.

„Fyrir tveimur og hálfu ári kom unga fólkið inn á fundinn rosalega skipulagt en ég myndi segja að núna væri það meira almennt.“

Hann segist finna fyrir því eftir fyrsta dag fundarins að „fókusinn“ sé á sveitarstjórnarmálin, enda styttist óðum í kosningar.

athi@mbl.is