Smassar HK-ingarnir Stefán Gunnar Þorsteinsson og Gary House reyna að verjast Þróttaranum Miguel Mateo í undanúrslitaleik liðanna.
Smassar HK-ingarnir Stefán Gunnar Þorsteinsson og Gary House reyna að verjast Þróttaranum Miguel Mateo í undanúrslitaleik liðanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
HK er komið í góða stöðu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki eftir 3:2 sigur á Þrótti austur í Neskaupstað í gærkvöld eftir gríðarlega spennu. Staðan er 2:0 fyrir HK sem getur gert út um einvígið á heimavelli á morgun.

HK er komið í góða stöðu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki eftir 3:2 sigur á Þrótti austur í Neskaupstað í gærkvöld eftir gríðarlega spennu. Staðan er 2:0 fyrir HK sem getur gert út um einvígið á heimavelli á morgun.

HK stefndi í öruggan sigur eftir að hafa unnið fyrstu hrinurnar 25:21 og 27:25. Norðfirðingar svöruðu fyrir sig, unnu 25:20 og 25:22 og jöfnuðu metin þar með. Í oddahrinu voru þeir yfir lengst af en eftir upphækkun í lokin náði HK að sigra, 18:16. vs@mbl.is