Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundinum á sunnudag, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hefur gegnt því embætti frá því að Ólöf Nordal lést í febrúar á síðasta ári eftir baráttu við illvígt krabbamein.

Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundinum á sunnudag, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hefur gegnt því embætti frá því að Ólöf Nordal lést í febrúar á síðasta ári eftir baráttu við illvígt krabbamein. Bjarni minntist hennar í upphafi ræðu sinnar og sagðist sakna þess að sjá hana ekki í fremstu röð í salnum, því að það hefði verið hennar staður í margvíslegum skilningi.

„Mér finnst eiginlega að yfirskrift fundarins hér: „Gerum lífið betra“, sé dálítið í anda hennar og áhuga hennar á öllu sem gat gert lífið fallegra og betra. Það var henni líkt þegar hún eitt sinn svaraði þakkarbréfi vegna embættisverka með orðunum: „Það er svo gott að gera gott“,“ sagði Bjarni.