Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í kosningagírinn. Hann hélt í gærmorgun langan fund um húsnæðismál og sýndi tugi glæra um hundruð og jafnvel þúsundir áformaðra hagkvæmra íbúða á næstu árum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í kosningagírinn. Hann hélt í gærmorgun langan fund um húsnæðismál og sýndi tugi glæra um hundruð og jafnvel þúsundir áformaðra hagkvæmra íbúða á næstu árum.

Á fundinum var boðið upp á „léttan morgunverð“ en ekki kom fram hvort borgarlínubjórinn yrði í boði þar eins og í rándýrum sýningarbás borgarinnar á dögunum.

Þó má fullyrða að þátttakendur hefðu þurft að slíkri styrkingu að halda hefðu þeir átt að kyngja glærusýningunni með morgunverðinum létta, enda fáir núorðið sem trúa því að nokkur maður muni nokkurn tímann flytja inn í íbúðir sem kynntar eru á glærum borgarstjóra.

En hvers vegna skyldi borgarstjóri telja sig knúinn til að halda slíkan fund um leiðir til að bjóða upp á hagkvæmara húsnæði?

Jú, ástæðan fyrir því er einföld. Sú einstefna sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í skipulags- og húsnæðismálum hefur orðið til þess að á höfuðborgarsvæðinu ríkir alvarlegur húsnæðisskortur.

Og skorturinn er sárastur þegar kemur að hagkvæma húsnæðinu, það er að segja ódýru húsnæði sem ungt fólk sækist sérstaklega eftir.

Þess vegna heldur borgarstjóri langan fund með mörgum glærum um áform um hagkvæmt húsnæði sem byggt verði einhvern tímann eftir kosningar.