Kattavit. N-NS Norður &spade;10984 &heart;K94 ⋄ÁD4 &klubs;K54 Vestur Austur &spade;K5 &spade;63 &heart;D762 &heart;5 ⋄G10982 ⋄K763 &klubs;D7 &klubs;G98632 Suður &spade;ÁDG72 &heart;ÁG1083 ⋄5 &klubs;Á10 Suður spilar 6&spade;.

Kattavit. N-NS

Norður
10984
K94
ÁD4
K54

Vestur Austur
K5 63
D762 5
G10982 K763
D7 G98632

Suður
ÁDG72
ÁG1083
5
Á10

Suður spilar 6.

Kettir hafa góða eðlisávísun – líta ekki við stöðnu vatni eða fúlum mat. Sú meðfædda gætni tryggir þeim gott fæði og níu líf.

Er lesandinn kattamaður? Kann hann þá list að bíða færis og hnita í kringum heitan grautinn þar til hann kólnar? Kannaðu málið. Samningurinn er 6 og útspilið tígulgosi.

Til að byrja með blasir við að taka á tígulás og svína í trompi. En það gengur ekki og þá þarf, vesgú, að hitta í hjartað. Einbeittir athafnamenn (hundamenn?) ráðast í verk af krafti á annan hvorn veginn, en mjúkir kattamenn taka nokkra hringi í hliðarlitunum fyrst. Þá sannast að austur á sexlit í laufi, tvö tromp og þrjá eða fleiri tígla. Sem sagt – í mesta lagi tvö hjörtu.

Þar með er einfalt mál að staðsetja hjartadrottninguna í vestur.