Um 40 háskólanemar stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávartengdri nýsköpun við Háskólasetur Vestfjarða. Í haust fer af stað nýtt meistaranám í sjávarbyggðafræðum þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð.
Um 40 háskólanemar stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávartengdri nýsköpun við Háskólasetur Vestfjarða. Í haust fer af stað nýtt meistaranám í sjávarbyggðafræðum þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Áhersla er lögð á sjávarbyggðir við Norður-Atlantshaf og norðurskautssvæðið. Háskólasetrið er einnig fjarnámssetur og þjónar um hundrað fjarnemum.