Pixel Dream Helgi Freyr Tómasson og Ólafur Kári Ólafsson starfa saman sem Pixel Dream. Þeir eru tvítugir Reykvíkingar og véla báðir um tölvur, gítar og bassa. Þeir segjast ekki sérhæfa sig í ákveðnum stíl heldur dragi þeir bestu eiginleika úr valdastiga sem flestra tónlistartegunda þar sem hver stefna skari fram úr á einn eða annan hátt.
Pixel Dream Helgi Freyr Tómasson og Ólafur Kári Ólafsson starfa saman sem Pixel Dream. Þeir eru tvítugir Reykvíkingar og véla báðir um tölvur, gítar og bassa. Þeir segjast ekki sérhæfa sig í ákveðnum stíl heldur dragi þeir bestu eiginleika úr valdastiga sem flestra tónlistartegunda þar sem hver stefna skari fram úr á einn eða annan hátt.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir hefjast í Hörpu á sunnudagskvöld og þá keppa fyrstu sjö sveitirnar um sæti í úrslitum næstkomandi laugardag.

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Músíktilraunir hefjast í Hörpu á sunnudagskvöld og þá keppa fyrstu sjö sveitirnar um sæti í úrslitum næstkomandi laugardag. Áheyrendur velja eina hljómsveit áfram í kvöld og sérstök dómnefnd aðra, en dómnefndin velur síðan tvær til þrjár hljómsveitir frá kvöldunum fjórum áfram í úrslit, sýnist henni svo.

Annað kvöld hefst keppnin kl. 19.30 og verður meðal annars boðið upp á rapp, háskólarokk, gítarpopp, indírokk og tilraunatónlist. Hljómsveitirnar eru og úr ýmsum áttum; úr Reykjavík, Kópavogi og Eyjafjarðarsveit, frá Akureyri, Akranesi, Stykkishólmi og Ísafirði.

Madre Mia

Vinkonurnar í Madre Mia eru fjórtán og fimmtán ára, búa á Akranesi og spila indískotið popp. Þær heita Katrín Lea Daðadóttir, sem syngur og leikur á bassa og kassatrommu, Hekla María Arnardóttir, sem syngur og leikur á gítar, og Sigríður Sól Þórarinsdóttir, sem syngur og leikur á hljómborð. Þær hafa allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskólanum á Akranesi og tvær þeirra hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og komist inn í Söngvakeppni Samvest.

Melophobia

Hljómsveitin Melophobia var stofnuð árið 2012 í bílskúr í Stykkishólmi. Hún kemur nú fram á Músíktilraunum í fjórða sinn, keppti fyrst sem OAS árið 2013, en 2014 og 2016 keppti hún undir nafninu BadNews. Sveitina skipa Hlöðver Smári Oddsson, söngvari og gítarleikari, Friðrik Örn Sigþórsson, bassaleikari og söngvari, Jón Glúmur gítarleikari og Hinrik Þór Þórisson trommuleikari. Þeir eru allir um tvítugt og spila háskólarokk.