Blóðferlarannsóknir Ragnar Jónsson við störf sín hjá tæknideild.
Blóðferlarannsóknir Ragnar Jónsson við störf sín hjá tæknideild. — Morgunblaðið/Hari
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Ragnari Jónssyni, rannsóknarlögreglumanni og sérfræðingi á sviði blóðferla í tæknideild lögreglunnar, var á dögunum boðin innganga í The Association for Crime Scene Reconstruction, virt samtök sérfræðinga á sviði glæpa- og vettvangsrannsókna. Ragnar bætist þar með í hóp 200 færustu sérfræðinga á því sviði vestanhafs.

„Þetta er stóra sviðið. Það getur ekkert hver sem er labbað þarna inn,“ segir Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að það mikilvægasta sem þessi upphefð færi sér sé tengslanetið: „Nú er ég kominn með 200 tengiliði sem ég get sent tölvupóst eða hringt í og fengið aðstoð.“

Ragnar hélt fyrirlestur á námskeiði á vegum samtakanna fyrir skemmstu þar sem hann kynnti rannsóknir sínar á sakamálum hér á landi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vann hann meðal annars að hinni umfangsmiklu rannsókn á morðinu á Birnu Brjánsdóttur á síðasta ári. 18