Arion banki hefur framselt stóran hluta af atkvæðisrétti sínum í VÍS til fjárfestingafélagsins Óskabeins fyrir aðalfund tryggingafélagsins á fimmtudaginn. Eftir framsalið er Óskabein þriðji stærsti hluthafi VÍS miðað við hluthafalista.

Arion banki hefur framselt stóran hluta af atkvæðisrétti sínum í VÍS til fjárfestingafélagsins Óskabeins fyrir aðalfund tryggingafélagsins á fimmtudaginn. Eftir framsalið er Óskabein þriðji stærsti hluthafi VÍS miðað við hluthafalista. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Arion banki veitir Óskabeini umboð til þess að fara með atkvæðisrétt að 4,05% hlut í tryggingafélaginu. Framsalið felur í sér að Óskabein ræður yfir 6,08% hlut en Arion banki heldur eftir um 1,13%. Umboðið fellur niður að fundi loknum.

Óskabein er í eigu Andra Gunnarssonar, Engilberts Hafsteinssonar, Fannars Ólafssonar, Gests Breiðfjörð Gestssonar og Sigurðar Gísla Björnssonar.