Ragnar segir að á námskeiðinu úti hafi verið talað svolítið um CSI-áhrifin, þær hugmyndir sem fólk hefur úr sjónvarpsþáttum, að allt sé mögulegt í hans starfi. „Það er ætlast til þess að við getum allt.

Ragnar segir að á námskeiðinu úti hafi verið talað svolítið um CSI-áhrifin, þær hugmyndir sem fólk hefur úr sjónvarpsþáttum, að allt sé mögulegt í hans starfi.

„Það er ætlast til þess að við getum allt. Ég verð nú ekki mikið var við það hér heima en hef þó rekist á einstaklinga sem spyrja hvort maður geti tekið fingrafar af tölvusnúru eða einhverju álíka. Nei, segir maður og fær þá á móti að fólk hafi séð það í sjónvarpinu.“

Ertu ekki kallaður Dexter á kaffistofunni?

„Nei. Ég hef reyndar stundum grínast með það við krakka í háskólanum að ég sé kallaður Raxter. En ég er ekkert að drepa fólk á kvöldin.“