Kynning Fjölmenni mætti á fund þar sem skýrslan var kynnt.
Kynning Fjölmenni mætti á fund þar sem skýrslan var kynnt.
Samtök iðnaðarins í samstarfi við Félag ráðgjafarverkfræðinga stóðu að útgáfu á skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi. Skýrslan var kynnt á vel sóttum fundi í Kaldalóni í Hörpu.
Samtök iðnaðarins í samstarfi við Félag ráðgjafarverkfræðinga stóðu að útgáfu á skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi. Skýrslan var kynnt á vel sóttum fundi í Kaldalóni í Hörpu. Um 70 manns komu að gerð skýrslunnar og er það í fyrsta sinn sem heildstæð skýrsla um ástand innviða hér á landi er gefin út. Í skýrslunni er gerð úttekt á helstu innviðum í tíu köflum sem fjalla um flugvelli, vegi, hafnir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, útgangsmál, orkuvinnslu, orkuflutninga og fasteignir ríkis og sveitarfélaga.