— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og víst er að margir munu fagna þessum appelsínugulu, stórvirku götusópum. Þessir tveir voru á ferð í Árbænum í gær.

Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og víst er að margir munu fagna þessum appelsínugulu, stórvirku götusópum. Þessir tveir voru á ferð í Árbænum í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður fyrst ráðist í að hreinsa fjölförnustu leiðirnar, það er stofnbrautir og tengigötur auk helstu göngu- og hjólastíga. Þegar því verki er lokið verður farið í hverfi borgarinnar og húsagötur sópaðar og þvegnar.

„Fólk hefur haft samband þar sem það heldur að við séum að gleyma þeirra götu, en svo er ekki. Við munum sópa og þvo húsagöturnar þegar við höfum þrifið fjölförnustu leiðirnar,“ segir Björn Ingvarsson hjá þjónustumiðstöð borgarlandsins. Hægt er að kynna sér verkáætlun vegna götuhreinsunar á vef borgarinnar. Þau hverfi sem síðast voru hreinsuð í fyrra verða hreinsuð fyrst í ár.