Örn Arnarson
Örn Arnarson
Örn Arnarson, sundþjálfari úr Hafnarfirði, mun á næstunni færa sig um set í Danmörku þar sem hann hefur starfað við þjálfun undanfarin ár. Örn hefur verið ráðinn þjálfari hjá GTI-sundfélaginu í Kaupmannahöfn. Þar mun Örn hefja störf 1.

Örn Arnarson, sundþjálfari úr Hafnarfirði, mun á næstunni færa sig um set í Danmörku þar sem hann hefur starfað við þjálfun undanfarin ár. Örn hefur verið ráðinn þjálfari hjá GTI-sundfélaginu í Kaupmannahöfn.

Þar mun Örn hefja störf 1. júlí næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu en hann er nú afreksþjálfari hjá Esbjerg Svømmeclub en þjálfaði einnig áður hjá Álaborg, Hróarskeldu og Køge. GTI er félag sem tilheyrir þremur svæðum í útjaðri Kaupmannahafnar: Greve, Tune og Ishøj en fyrir það stendur skammstöfunin í nafni félagsins. Fleiri Íslendingar koma að sundþjálfun í Danmörku en Skagamaðurinn Eyleifur Jóhannesson þjálfað hjá Álaborg í mörg ár.

Örn átti glæsilegan feril sem sundmaður og vann til verðlauna bæði á heimsmeistaramóti og Evrópumóti. Hann fór á þrenna Ólympíuleika og hafnaði í 4. sæti í 200 metra baksundi á leikunum í Sydney árið 2000. Hann varð auk þess margfaldur Evrópumeistari í 25 metra laug. kris@mbl.is