Samtök iðnaðarins voru þátttakendur í sýningunni Verk og vit sem fram fór í Laugardalshöll fyrir skömmu en samtökin eru meðal bakhjarla sýningarinnar. Um 25.000 gestir komu á sýninguna og sýnir þessi mikli fjöldi að áhuginn er mikill meðal fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum. Alls tóku 120 sýnendur þátt að þessu sinni og kynntu vörur sínar og þjónustu, en þetta var í fjórða sinn sem sýningin var haldin.
Á myndinni eru talið frá vinstri, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI.