— Morgunblaðið/RAX
„Rek á ísnum núna er mun meira en verið hefur og því er mikið um ferðir ísbjarna,“ segir Árni Valur Vilhjálmsson ferðagarpur.
„Rek á ísnum núna er mun meira en verið hefur og því er mikið um ferðir ísbjarna,“ segir Árni Valur Vilhjálmsson ferðagarpur. Þeir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, voru nú vikunni á Tóbín-höfða við Scoresbysund á austurströnd Grænlands, yfirgefinni byggð sem ferðamenn sýna vaxandi áhuga. Þar felldu menn ísbjörninn, sem hér sést á mynd, bókastaflega við húsdyrnar á mánudagskvöldið eftir að hann hafði ráðist á mann og bitið þrisvar. Annar stærri björn var felldur strax næsta dag.