Gunnar Ormslev fæddist Hellerup í Kaupmannahöfn 22.3. 1928, sonur Jens Gjeding Ormslev, frá Árósum, og Áslaugar, hálfsystur Þórunnar, móður Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra. Eiginkona Gunnars var Margrét Ormslev, f.

Gunnar Ormslev fæddist Hellerup í Kaupmannahöfn 22.3. 1928, sonur Jens Gjeding Ormslev, frá Árósum, og Áslaugar, hálfsystur Þórunnar, móður Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra.

Eiginkona Gunnars var Margrét Ormslev, f. Petersen, og eru börn þeirra Áslaug, Margrét, Pétur og Jens Ormslev.

Einn besti vinur Gunnars á unglingsárum í Kaupmannahöfn var Arnvid Mayer, síðar einn fremsti trompetleikari Dana. Þeir léku saman í djasssveit í gagnfræðaskóla þar sem Gunnar blés í altósaxófón.

Gunnar flutti til Íslands 1946, bjó fyrst í Hafnarfirði þar sem hann kynnist Guðmundi Steingrímssyni,

Eyþóri Þorlákssyni og síðar þeim Óla Gauk og Steina Steingríms. Gunnar stofnaði GO kvintettinn sem lék í Mjólkurstöðin, lék síðan með Hljómsveit Björns R. Einarssonar og KK Sextettinum, en var ráðinn til vinsælustu djasshljómsveitar Svíþjóðar, Simon Brehm Bandsins, árið 1955, og lék með þeim í eitt ár. Hann hafnaði spennandi tilboðum erlendis, stofnaði íslenska hljómsveit sem fékk gullverðlaun í Moskvu 1957.

Gunnar lék síðan með ýmsum hljómsveitum en galt þess að djassáhugi dalaði mjög hér á landi á sjö-unda áratugnum og fram að stofnun Jazzvakningar um miðjan áttunda áratuginn. Ronnie Scott lék með Gunnari á tónleikum 1952 og taldi hann fremsta tenórsólóista Evrópu. Torben Ulrich, frægur, danskur klarinettleikari og rithöfundur, taldi Frank Jensen og Gunnar Ormslev, bestu saxófónleikara Dana, en fæstir þekktu Gunnar því hann hefði búið á Íslandi.

Jazzvakning gaf út tvöfalda breiðskífu með úrvali verka Gunnars sem var aukin og endurhljóðblönduð 1996. Þá hafa verið haldnir tvennir minningartónleikar um þennan mikla djasssnilling. Minning hans lifir meðan djass hljómar á Íslandi.

Gunnar lést 20.4. 1981.