Fyrirtöku í máli Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær var frestað til 12. apríl. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð fer fram í júní.
Benedikt höfðaði málið vegna ummæla í nýlegri bók Jóns Steinars Með lognið í fangið – Um afglöp hæstaréttar eftir hrun . Taldi Benedikt ummæli Jóns um dómsmorð dómara við réttinn í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugsssyni, fv. ráðuneytisstjóra, vera ærumeiðingar. Vill Benedikt að fimm ummæli verði dæmt ómerk.