Starf forstöðumanns Snorrastofu er óskastarf Bergs Þorgeirssonar. Hann hafði áður rekið starfsþjálfunarstaðinn Örva í Kópavogi en var í framhaldsnámi í Gautaborg þegar hann sá starfið í Reykholti auglýst. Þar sameinaðist rekstur og fræðastörf.

Starf forstöðumanns Snorrastofu er óskastarf Bergs Þorgeirssonar. Hann hafði áður rekið starfsþjálfunarstaðinn Örva í Kópavogi en var í framhaldsnámi í Gautaborg þegar hann sá starfið í Reykholti auglýst. Þar sameinaðist rekstur og fræðastörf. Hann er nú að draga fram drögin að doktorsverkefni sínu sem hann varð að leggja til hliðar þegar hann fékk starfið. Vonast til að ljúka því innan ekki of langs tíma.

Snorrastofa var stofnuð árið 1995 sem menningar- og miðaldasetur í Reykholti. Tenging þess við nafn Snorra Sturlusonar segir mikið um viðfangsefni þess.

Bergur var ráðinn fyrsti forstöðumaður setursins á árinu 1998 og fagnar því tuttugu ára starfsafmæli á þessu ári um leið og hann heldur upp á sextugsafmæli sitt og fagnar mikilvægum áföngum í starfi Snorrastofu.