Undanfarna daga hafa fjölmiðlar greint frá starfsaðferðum Cambridge Analytica eftir að fréttamaður bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 villti á sér heimildir, þóttist vera kaupsýslumaður frá Sri Lanka og falaðist eftir aðstoð fyrirtækisins til að...

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar greint frá starfsaðferðum Cambridge Analytica eftir að fréttamaður bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 villti á sér heimildir, þóttist vera kaupsýslumaður frá Sri Lanka og falaðist eftir aðstoð fyrirtækisins til að hafa áhrif á kosningar í heimalandi sínu. Forstjóri CA, Alexander Nix, bauð honum ýmsa möguleika í þeim efnum, t.d. gæti fyrirtækið dregið úr trúverðugleika fólks með því að skipuleggja ófrægingarherferðir sem fólust m.a. í sviðsettum samskiptum við vændiskonur og að láta líta út fyrir mútugreiðslur. Enn fremur gumaði hann af þætti CA í forsetaframboði Trumps, en Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi forsetans, var meðal stjórnarmanna CA.

Þessi samskipti voru tekin upp á falda tökuvél. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um sviðsetningu sé að ræða. Þrátt fyrir það var Nix vikið frá störfum í fyrrakvöld.