[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í kvöld verða haldnir Eurovision- tónleikar á Bryggjunni Brugghúsi til styrktar átakinu „Útmeða“. Þar munu flytjendur Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár koma fram og flytja ábreiður af sínum uppáhalds Eurovisionlögum.
Í kvöld verða haldnir Eurovision- tónleikar á Bryggjunni Brugghúsi til styrktar átakinu „Útmeða“. Þar munu flytjendur Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár koma fram og flytja ábreiður af sínum uppáhalds Eurovisionlögum. Tónleikarnir eru skipulagðir af fimm nemendum í Háskóla Íslands. Lilja Eivör Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda tónleikanna, og Dagur Sigurðsson, sem varð svo eftirminnilega í öðru sæti Söngvakeppninnar í ár, kíktu í viðtal í Magasínið. Hægt er að nálgast viðtalið og nánari upplýsingar um tónleikana á k100.is.