Ein stúlknanna sem var rænt.
Ein stúlknanna sem var rænt.
Mannræningjar í Nígeríu slepptu í gær 101 stúlku af 110 skólastúlkum sem var rænt í bænum Dapchi í síðasta mánuði. Hermt er að a.m.k. fimm stúlknanna hafi látið lífið þegar þeim var rænt og að minnst ein kristin stúlka sé enn í haldi mannræningjanna.

Mannræningjar í Nígeríu slepptu í gær 101 stúlku af 110 skólastúlkum sem var rænt í bænum Dapchi í síðasta mánuði. Hermt er að a.m.k. fimm stúlknanna hafi látið lífið þegar þeim var rænt og að minnst ein kristin stúlka sé enn í haldi mannræningjanna. Talið er að þeir séu félagar í íslömsku öfgasamtökunum Boko Haram.

Stjórnvöld í Nígeríu neita því að þau hafi greitt lausnargjald en fréttamaður breska ríkisútvarpsins í landinu telur mjög líklegt að mannræningjar hafi fengið eitthvað frá stjórninni fyrir að láta stúlkurnar lausar. Það geti orðið þeim hvatning til að fremja fleiri mannrán.