Hringbraut Vesturbæingar hafa áhyggjur af mikilli og hraðri umferð.
Hringbraut Vesturbæingar hafa áhyggjur af mikilli og hraðri umferð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á síðasta fundi Hverfisráðs Vesturbæjar var lögð fram ályktun um að lækka hámarkshraða í Gamla Vesturbænum. Afgreiðslu hennar var frestað.

Á síðasta fundi Hverfisráðs Vesturbæjar var lögð fram ályktun um að lækka hámarkshraða í Gamla Vesturbænum. Afgreiðslu hennar var frestað.

Ályktunin var svohljóðandi: „Hverfisráð Vesturbæjar skorar á borgarstjórn að skoðað verði í samvinnu við íbúa hvort breyta megi Gamla Vesturbænum, sem afmarkast af Hringbraut, Suðurgötu, Mýrargötu og Ánanaustum, í vistgötuhverfi þar sem hraði takmarkist við 15 km/klst. Einnig að kannaður verði hugur íbúa til aukinnar stýringar á bílastæðum vestan Ægisgötu með gjaldtöku.“ Hins vegar samþykkti ráðið ályktun þar sem tekið var undir þau sjónarmið sem íbúar hverfisins hafa látið í ljós síðustu daga á samfélagsmiðlum og á íbúafundi borgarstjóra á dögunum að hröð og mikil umferð um Hringbraut sé ógn við lífsgæði í hverfinu og skeri hverfið sundur.

Brýnt sé að auka öryggi á Hringbraut og minnka áhrif umferðarinnar í næsta nágrenni. Að lágmarki beri að framfylgja þeim hraðatakmörkunum sem nú gilda á götunni. Skoraði Hverfisráðið á borgarstjórn að grípa til aðgerða. sisi@mbl.is