Rómantík? Þessi skondna ljósmynd fylgdi tilkynningu um sýningu Esteban.
Rómantík? Þessi skondna ljósmynd fylgdi tilkynningu um sýningu Esteban.
Sýning Lauru Andrés Esteban, Romantic Mooning , verður opnuð í dag kl. 18 í Listastofunni í JL-húsinu við Hringbraut.

Sýning Lauru Andrés Esteban, Romantic Mooning , verður opnuð í dag kl. 18 í Listastofunni í JL-húsinu við Hringbraut. Esteban er spænskur listamaður og ljósmyndari sem hefur búið í Reykjavík í fjögur ár og helstu áhugamál hennar eru ljósmyndun, myndskreytingar, grænmeti, skop og að hafna öllu kjaftæði, skv. tilkynningu.

Um sýningu hennar segir: „Strax í barnæsku lærum við hvernig ástin er og virkar. Hvernig eigi að ná sér í konu og hvernig eigi að tæla karl. Hvernig eigi að fara á stefnumót, hvar mörkin liggi þegar kemur að því að sýna annarri manneskju athygli. Romantic Mooning er gamansamt svar við þrýstingi fjölmiðla um staðalímyndina.

Þrýstingur utan frá á persónulegar og tilfinningalegar skoðanir fólks og að þær rúmist í litlum súkkulaðikassa eru ekki bara fáránlegar heldur jafnframt rangar.“

Esteban gerir út heimasíðuna landresesteban.com.