Hvatning til góðra verka voru skilaboðin sem fólust í því þegar Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra var færð að gjöf geispa, en svo er gróðursetningarverkfærið sem íslenskir skógræktendur gjarnan nota kallað.
Hvatning til góðra verka voru skilaboðin sem fólust í því þegar Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra var færð að gjöf geispa, en svo er gróðursetningarverkfærið sem íslenskir skógræktendur gjarnan nota kallað. Það var Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda og bóndi á Breiðavaði á Eiðaþinghá, sem afhenti ráðherranum þetta þarfaþing í tilefni af alþjóðlegum degi skógar sem var í gær. Við sama tilefni var frumsýnt myndband sem Skógræktin hefur látið gera og fjallar um skógrækt og sjálfbærar borgir en mikil vakning er í umræðu um þau efni.