Bókin Ný bylgja gengur yfir markaðsheiminn. Gömlu leiðirnar til að ná til fólks eru orðnar úreltar og skilar litlu að reyna að ná til neytenda með ýtni, loforðum, grobbi eða með því að þylja upp tölfræði um eiginleika og kosti vörunnar.

Bókin Ný bylgja gengur yfir markaðsheiminn. Gömlu leiðirnar til að ná til fólks eru orðnar úreltar og skilar litlu að reyna að ná til neytenda með ýtni, loforðum, grobbi eða með því að þylja upp tölfræði um eiginleika og kosti vörunnar. Þannig auglýsingar fara inn um annað eyrað og út um hitt hjá fólki. Það sem hæfir væntanlega kaupendur í hjartastað er að hafa góða sögu að segja.

Ef búa má til áhugaverða sögu í kringum vöru eða þjónustu hrífur sagan neytendur með sér, og veldur því að þeir falla kylliflatir fyrir því sem á að selja þeim. Sögur geta meira að segja dreift sér sjálfar, og borist manna á milli á samfélagsmiðlunum, án þess að borga þurfi fyrir dálksentimetra í blöðum eða sekúndur í sjónvarpi.

Um þetta fjalla Robert McKee og Thomas Gerace í bókinni Storynomics: Story-Driven Marketing in the Post-Advertising World .

McKee er mikil stjarna í bandaríska afþreyingargeiranum og hefur um árabil haldið vinsæl námskeið þar sem hann kennir hvernig á að gera handrit að verðlaunakvikmynd eða sjónvarpsþætti sem slá í gegn. Tom Gerace er aftur á móti frumkvöðull og rekur fyrirtækið Skyword sem hjálpar fyrirtækjum að halda utan um markaðsherferðir sínar á árangursríkari hátt. Saman hafa þeir veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um sögudrifna markaðssetningu.

En að koma sögu til skila er hægara sagt en gert, hvort sem auglýsandinn tekur stefnuna á prentmiðla, sjónvarp eða netið. McKee vill meina að auglýsendur þurfi ekki að finna upp hjólið því nota megi sömu aðferðir og handritshöfundar beita til að búa til góða bíómynd eða hrífandi sjónvarpsefni. ai@mbl.is