Á sviði Rökkvi verður með uppistand í Dularfullu búðinni á Akranesi laugardaginn 24 mars n.k. og mun þá m.a fjalla um þennan háa aldur.
Á sviði Rökkvi verður með uppistand í Dularfullu búðinni á Akranesi laugardaginn 24 mars n.k. og mun þá m.a fjalla um þennan háa aldur.
Ég held að ég stingi hausnum í sandinn og afneiti því að ég sé orðinn fertugur,“ segir Rökkvi Vésteinsson, leiðsögumaður og uppistandari, en hann á 40 ára afmæli í dag.

Ég held að ég stingi hausnum í sandinn og afneiti því að ég sé orðinn fertugur,“ segir Rökkvi Vésteinsson, leiðsögumaður og uppistandari, en hann á 40 ára afmæli í dag. „Þessi störf styrkja hvort annað enda snúast þau bæði um að vera skemmtikraftur.“

Rökkvi starfar aðallega hjá Bustravel.is og er í dagsferðum í rútum og hefur einnig aðeins verið í gönguleiðsögnum. Næsta uppistand hjá honum er síðan á Akranesi á laugardaginn. „Ég er að spá í að kalla það Fertugur fauskur að reyna að vera fyndinn. Ég man að ég talaði um fertugt fólk sem gamalt og nú er ég orðinn fertugur en hef ekki þroskast eins mikið og ég hélt að ég myndi gera.

Ég er síðan hægt og rólega að byrja með „podcast“-þætti, en ég er nýhættur með útvarpsþátt sem ég var með í tvö ár. Þar ætla ég að henda fram alls konar skoðunum á krassandi hátt sem maður mundi ekki geta gert á hvaða útvarpsstöð sem er.“

Rökkvi er síðan á leið til Montréal þar sem hann hóf uppistandsferilinn sinnaf einhverju viti. „Þar tók ég þátt í uppistandskeppnum, en þetta var miklu meira stökk en ég hélt að vera með uppistand á ensku. Síðan hef ég verið með uppistand á þýsku, sænsku og dönsku, ég var t.d. með uppistand á dönsku á Grænlandi í fyrra og nú er ég orðinn tungumálanörd í uppistandi. Það er samt alltaf erfitt að vera með uppistand á þýsku. Það er sagt að Þjóðverjar séu ekki fyndnir, en ég held að það sé erfiðara að vera fyndinn á þýsku. Þýskan er svo „strúkteruð“.“

Eiginkona Rökkva er Anne Steinbrenner ferðaskipuleggjandi og dætur þeirra eru Laufey 8 ára og Embla 6 ára.