Ofurtölvan Litskrúðugir kaplar setja svip á tölvubúnaðinn.
Ofurtölvan Litskrúðugir kaplar setja svip á tölvubúnaðinn. — Morgunblaðið/Eggert
Ofurtölva Dönsku veðurstofunnar (DMI) var byggð upp í tveimur áföngum. Tvö vökvakæld Cray XC-tölvukerfi mynda ofurtölvuna. Fyrri áfanginn innihélt tvær Cray XC30 tölvur.

Ofurtölva Dönsku veðurstofunnar (DMI) var byggð upp í tveimur áföngum. Tvö vökvakæld Cray XC-tölvukerfi mynda ofurtölvuna.

Fyrri áfanginn innihélt tvær Cray XC30 tölvur. Hvor þeirra innihélt 280 afkastamiklar vinnslueiningar (nodes) og 16 einingar til almennra nota. Samtals afkastaði ofurtölvan í þessari útfærslu um 200 TFLOPS (teraflops). Hún var tekin í notkun í apríl 2016.

Í öðrum áfanga er búnaðurinn uppfærður í tvö Cray XC50 kerfi sem afkasta samtals um 700 TFLOPS eða meira en þrefalt meira en tölvan gerði áður. Hvort kerfi inniheldur 152 afkastamiklar vinnslueiningar og átta einingar til almennra nota. Nýju vinnslueiningarnar eru mun hraðvirkari og sparneytnari en eldri einingar sem nú er skipt út. Annar áfanginn, sem nú er verið að setja upp, kemst í fullan rekstur í júlí 2018.

Ofurtölvan er tengd við DMI um háhraðanetið og sæstrengina Danice og Farice.