Árið 1943 voru Bandaríkjamenn í samvinnu við Breta að undirbúa sókn til höfuðs Þjóðverjum. Var Andrews raunar helsti skipuleggjand að innrásinni í Normandí í Frakklandi sem raunar var ekki gerð fyrr en rúmlega ári síðar, það er 6. júní 1944. Eftir að Andrew fórst hófst leit að plönum viðvíkjandi fyrirhugaðri atlögu á meginland Evrópu og þá upplýsti George G. Marshall, hershöfðingi að þeir pappírar hefðu verið í tösku sem hershöfðinginn var með þegar vélin fórst í Fagradalsfjalli.
Þúsundir skipa Bandamanna og tugir þúsunda hermanna fóru í innrásina á D-deginum sjálfum, eins og innrásarstundin var gjarnan nefnd. Íslensk tenging við þann atburð er sú að þegar þarna var komið sögu í seinni heimstyrjöldinni var farið að þynnast í hópi breskra og bandarískra hermanna á Íslandi. Margir úr þeirra hópi fóru héðan til Normandí og áttu ekki afturkvæmt úr þeim mikla hildarleik.