Liðsmenn Queen klæddust kvenmannsgervum.
Liðsmenn Queen klæddust kvenmannsgervum.
Á þessum degi árið 1984 tók hljómsveitin Queen upp myndband við lagið „I Want To Break Free“ í Limehouse upptökuverinu í London.
Á þessum degi árið 1984 tók hljómsveitin Queen upp myndband við lagið „I Want To Break Free“ í Limehouse upptökuverinu í London. Myndbandinu var leikstýrt af David Mallet og var skopstæling á einni elstu sápuóperu Bretlands „Coronation Street“. Vakti myndbandið ansi mikla athygli en í því birtust allir liðsmenn sveitarinnar í kvenmannsgervum. Söngvarinn Freddie Mercury klæddist bleikum hlýrabol og stuttu svörtu leðurpilsi og skartaði hann svartri hárkollu í stíl við yfirvaraskeggið. Myndbandið var bannað á tónlistarstöðinni MTV.