Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Eftirspurn er heldur dræmari en verið hefur, 97% framboðinna skinna hafa selst.
Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna.
Eftirspurn er heldur dræmari en verið hefur, 97% framboðinna skinna hafa selst.
Hækkun gengur til baka
Á síðasta uppboði, í febrúar, varð um 5% verðhækkun í dollurum reiknað. Skinnaverð virtist þá komið á uppleið eftir mikinn öldudal undanfarin ár. Sú hækkun virðist vera að ganga til baka, miðað við fyrstu dagana á yfirstandandi uppboði.Á vef danska uppboðshússins er varkárni kaupenda rakin til þess að enn eru miklar birgðir af skinnavörum úti á mörkuðunum. helgi@mbl.is