Kraftmikil Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Hypo í Austurríki, í dauðafæri í leiknum gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöld.
Kraftmikil Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Hypo í Austurríki, í dauðafæri í leiknum gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Höllinni Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið náði einu stigi úr viðureign sinn við Slóvena, 30:30, í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 17:16.

Í Höllinni

Ívar Benediktsson

iben@mbl.is

Íslenska landsliðið náði einu stigi úr viðureign sinn við Slóvena, 30:30, í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 17:16. Íslenska liðið var hársbreidd frá sigri í leiknum eftir að hafa náð frábærum leikkafla síðasta stundarfjórðunginn. Slóvenar jöfnuðu metin þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Alltof mikið var um einföld mistök í sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálfleik sem urðu þess valdandi að um helmingur 17 marka Slóvena í hálfleiknum var skoraður eftir hröð upphlaup. Í tvígang lenti íslenska liðið fjórum mörkum undir en tókst að klóra í bakkann svo aðeins munaði einu marki að loknum fyrri hálfleik, 17:16, Slóvenum í hag. Meiri yfirvegun var á í leiknum í síðari hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Sóknarmistökunum fækkaði en engu að síður voru Slóvenar með fjögurra marka forskot, 24:20, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Þá kom góður íslenskur kafli með fimm mörkum í röð. Íslenska liðið komst yfir. Var það ekki síst að þakka frábærum varnarleik og magnaðri frammistöðu Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur markvarðar sem skipti við Hafdísi Renötudóttur sem ekki náði sér á sama strik í síðari hálfleik og í þeim fyrri.

Með markvissum sóknarleik undir stjórn Karenar Knútsdóttur, frábærum varnarleik þar sem Ester Óskarsdóttir fór á kostum og flottri frammistöðu Jennýjar í markinu, náði íslenska liðið tveggja marka forskoti, 29:27, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Slóvenar jöfnuðu 29:29. Karen kom Íslandi yfir út vítakasti þegar rúmar 20 sekúndur voru til leiksloka. En Slóvenum tókst að jafna metin fimm sekúndum fyrir leikslok með marki af línunni.

Helena Rut Örvarsdóttir átti stórleik og skoraði 10 mörk.