Þau leiðu mistök urðu í frétt Morgunblaðsins á blaðsíðu sex í gær um viðskipti Íslendinga við danska fyrirtækið DNAtest.
Þau leiðu mistök urðu í frétt Morgunblaðsins á blaðsíðu sex í gær um viðskipti Íslendinga við danska fyrirtækið DNAtest.dk undir yfirskriftinni „DNA-próf vinsæl hjá Íslendingum“ að sagt var að fimm Íslendingar ættu í viðskiptum við fyrirtækið á viku, í þeim tilgangi að láta gera faðernispróf, móðernispróf, systkinapróf o.fl. Hið rétta er að fimm Íslendingar eiga í viðskiptum við DNAtest.dk á dag, hvern dag vikunnar, sem er sjö sinnum meira en fram kom í fréttinni. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum.