Gleðistund Jin Zhijian segist ætla að fylgjast vel með leikjum Íslands á komandi heimsmeistaramóti, en gott gengi liðsins vakti athygli í Kína.
Gleðistund Jin Zhijian segist ætla að fylgjast vel með leikjum Íslands á komandi heimsmeistaramóti, en gott gengi liðsins vakti athygli í Kína. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir frábært gengi karlalandsliðs Íslands í fótbolta að undanförnu hafa vakið mikla athygli meðal fótboltaunnenda í Kína.

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir frábært gengi karlalandsliðs Íslands í fótbolta að undanförnu hafa vakið mikla athygli meðal fótboltaunnenda í Kína.

„Það er í raun með ólíkindum hversu margir Kínverjar hafa heyrt um velgengni landsliðsins. Ég er handviss um að fjölmargir kínverskir fótboltaáhorfendur eiga eftir að fylgjast grannt með gangi liðsins á komandi heimsmeistaramóti. Samkvæmt minni bestu vitund verður vel fjallað um íslenska landsliðið í Kína og mun t.a.m. kínverska ríkissjónvarpsstöðin CCTV senda fréttamenn hingað til lands. En þeir vilja fjalla um allt sem tengist fótboltanum og hvernig íslenska landsliðið undirbjó sig fyrir keppnina og hvernig Íslendingum tókst að ná svona langt á svo skömmum tíma. Ég vil því nýta tækifærið og óska liðinu velgengi ég mun fylgjast með.“