Fersk nálgun David Chang fer á kostum í Ugly Delicious.
Fersk nálgun David Chang fer á kostum í Ugly Delicious.
Netflix hefur á nokkrum misserum hrist rækilega upp í matreiðsluþáttaforminu. Þetta byrjaði með Chef's Table. Heillandi þáttum þar sem kokkar á bestu veitingastöðum heims ræddu um feril sinn og hugmyndir um mat og matarmenningu.

Netflix hefur á nokkrum misserum hrist rækilega upp í matreiðsluþáttaforminu. Þetta byrjaði með Chef's Table. Heillandi þáttum þar sem kokkar á bestu veitingastöðum heims ræddu um feril sinn og hugmyndir um mat og matarmenningu. Óneitanlega aðeins ferskara en flestir þeir matreiðsluþættir sem okkur hafa staðið til boða í gegnum tíðina. Eins heillandi og Nigella og kollegar hennar geta nú verið.

Nú er komið að Ugly Delicious. Þar leiðir kokkurinn David Chang okkur um ýmsa kima matarmenningarinnar sem ekki hefur alltaf verið gert hátt undir höfði. Hver þáttur hefur sitt þema, annaðhvort ákveðna tegund matar, til dæmis pítsu, eða eitthvert konsept, eins og fjölskyldumatseld. Um leið og við fræðumst um sögu og tilurð ákveðinna rétta fáum við að kynnast fólkinu sem býr til matinn. Viðmælendur eru allt frá áttræðri konu sem hefur verið grillmeistari í Texas í hálfa öld til Rene Redzepi á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. Og þar kemur að sanna galdrinum; þar tekst David Chang að draga fram umræður og pælingar um innflytjendamál, muninn á milli kynslóða og bræðing menningarheima. Svo fátt eitt sé nefnt.

Höskuldur Daði Magnússon

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon