Pallborð Tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli.
Pallborð Tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli.
Fjölmennt var á fyrsta Framleiðsluþingi SI í Silfurbergi í Hörpu. Á þinginu var efnt til umræðu um verðmæti íslenskrar framleiðslu, helstu tækifæri og áskoranir sem íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir og hvað væri íslenskt.
Fjölmennt var á fyrsta Framleiðsluþingi SI í Silfurbergi í Hörpu. Á þinginu var efnt til umræðu um verðmæti íslenskrar framleiðslu, helstu tækifæri og áskoranir sem íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir og hvað væri íslenskt. Á þinginu kom fram að á Íslandi er fjölbreyttur og umfangsmikill framleiðsluiðnaður sem skapar fjölda starfa og mikinn gjaldeyri. Íslensk framleiðsla er einn af burðarásum hagkerfisins þar sem mikilvæg verðmæti verða til og skapa margvísleg margföldunaráhrif. Sérstakur gestur þingsins var Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri sem gaf innsýn í hvað danskir framleiðendur hafa gert til að skapa vörum sínum sérstöðu innanlands og utan. Efnt var til pallborðsumræðna með iðnaðarráðherra þar sem tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli.