Ó, höfuð dreyra drifið er yfirskrift tónleika sem haldnir verða kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða flutt verk tengd páskum, m.a. Zwei Geistliche Gesänge eftir Reger og hluti af Gellert-ljóðunum eftir Beethoven.
Ó, höfuð dreyra drifið er yfirskrift tónleika sem haldnir verða kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða flutt verk tengd páskum, m.a. Zwei Geistliche Gesänge eftir Reger og hluti af Gellert-ljóðunum eftir Beethoven. Verkin verða úr ýmsum áttum en þemað er trúin, þjáning og dauði Krists.
Flytjendur eru Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Lenka Mátéová organisti.