Nýsköpun Gagnaverin eru ný atvinnugrein sem reiðir sig á öruggar og hraðar tengingar við umheiminn.
Nýsköpun Gagnaverin eru ný atvinnugrein sem reiðir sig á öruggar og hraðar tengingar við umheiminn.
Vegirnir eru ekki eini hluti innviðakerfisins sem má bæta. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu seint á síðasta ári þar sem farið var yfir ástand innviða í landinu og framtíðarhorfurnar skoðaðar.

Vegirnir eru ekki eini hluti innviðakerfisins sem má bæta. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu seint á síðasta ári þar sem farið var yfir ástand innviða í landinu og framtíðarhorfurnar skoðaðar. Komu ýmsar brotalamir í ljós, þar á meðal að orkuöryggi á landinu er ógnað vegna ófullnægjandi rafdreifikerfis.

„Það er eðlilegt að náttúran fái alla jafna að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum sem geta spillt útsýni og breytt ásýnd landsins, en engu að síður er ljóst að næg raforkuframleiðsla og gott dreifikerfi er forsenda atvinnurekstrar og lífsgæða,“ segir Sigurður. „Þá er líka ljóst að ef dreifing orkunnar um landið væri betri þá væri virkjunarþörfin minni. Á svæðum eins og í Eyjafirði er nú svo komið að á álagstímum þarf að nota díselrafstöðvar til þess að anna eftirspurninni. Íhaldssemin þegar kemur að því að hlífa landinu frekar en reisa línur hefur því gert það að verkum að spúa þarf díselreyk út í loftið í stórum stíl þegar hægt væri að tengjast endurnýjanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum ef bara mætti flytja orkuna betur á milli landshluta. Þessari íhaldssemi fylgja líka samfélagslegar afleiðingar, og hefur hún haft áhrif á orkuöryggi í ákveðnum landshlutum.“

Sigurður tiltekur líka samskiptin við útlönd sem mikilvæga innviði. Hann segir gott netsamband út í heim eitthvað sem íslenskt atvinnulíf geti ekki verið án, og hafi verðmætar nýjar atvinnugreinar sprottið upp í kringum það að geta flutt gögn greiðlega til og frá Íslandi og nýta íslenskt rafmagn. Bent hefur verið á að huga verði að framkvæmdum áður en langt um líður, endurnýja suma af þeim strengjum sem fyrir eru og leggja nýja. „Mikið er í húfi og sést kannski hvað best á því að ef við myndum ímynda okkur að netsambandið við heiminn slitnaði þá væru áhrifin sambærileg við að færa íslenskt atvinnulíf tuttugu ár aftur í tímann.“