Leikkonan Cynthia Nixon hefur boðið sig fram í forkosningum demókrata í september vegna ríkisstjórakosninga í New York í nóvember. Hún hóf kosningabaráttuna í fyrradag með því að ræða við kjósendur úr röðum minnihlutahópa í Brooklyn.
Leikkonan Cynthia Nixon hefur boðið sig fram í forkosningum demókrata í september vegna ríkisstjórakosninga í New York í nóvember. Hún hóf kosningabaráttuna í fyrradag með því að ræða við kjósendur úr röðum minnihlutahópa í Brooklyn. Nixon er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum
Beðmál í borginn
i (e. Sex and the City) og stefnir að því að verða fyrst kvenna til að gegna ríkisstjóraembættinu í New York. Hún býður sig fram gegn demókratanum Andrew Cuomo sem hefur verið ríkisstjóri í átta ár.