Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Nefnir hann í því samhengi m.a.

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum. Nefnir hann í því samhengi m.a. málefni norðurslóða, nýtingu jarðvarma og ferðaþjónustu, en hann vill að komið verði á beinu flugi á milli Keflavíkur og Kína. Það sé lykilatriði í nánu samstarfi.

„Ég tel að það sé vel hægt að opna beina flugleið á milli Kína og Íslands vegna þess að það bætist sífellt í hóp þeirra sem vilja ferðast þessa leið,“ segir hann, en beint flug eykur einnig viðskipti. 24