„Á síðustu árum hefur orðið sífellt erfiðara að ráða starfsfólk,“ segir Björn um rekstrarskilyrðin.
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Komið er að merkilegum tímamótum hjá Kynnisferðum því fyrirtækið verður 50 ára á árinu. Starfsemin hefur vaxið mikið að undanförnu og starfa þar í dag tæplega 500 manns. Í flotanum eru um 120 rútur, 50 strætisvagnar og 1.
Komið er að merkilegum tímamótum hjá Kynnisferðum því fyrirtækið verður 50 ára á árinu. Starfsemin hefur vaxið mikið að undanförnu og starfa þar í dag tæplega 500 manns. Í flotanum eru um 120 rútur, 50 strætisvagnar og 1.000 bílaleigubílar sem leigðir eru undir merkjum Enterprise.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Það hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir á síðustu árum og á sama tíma hefur samkeppni aukist. Þetta hefur gert það að verkum að við þurfum að hagræða í okkar rekstri og nýta betur bílana okkar og starfsfólk. Stærsti vandi íslenskra fyrirtækja er hátt vaxtastig og ótraustur gjaldmiðill.
Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Ráðstefna Enterprise var haldin í St Louis nú á dögunum. Enterprise er stærsta bílaleiga í heimi sé litið til veltu og bílafjölda en sá árangur hefur náðst með frábærri þjónustustefnu og þjónustumenningu sem við erum að innleiða hjá Enterprise með góðum árangri. Þjónustuþekkingin gagnast einnig fyrir aðra starfsemi Kynnisferða enda er frábær þjónusta eitt af því sem Kynnisferðir hafa alltaf verið þekkktar fyrir.
Hvaða hugsuður hefur
haft mest áhrif á hvernig
þú starfar?
Ég hef verið svo heppinn að kynnast fullt af frábæru fólki á mínum ferli og hefur það átt þátt í að móta mig í því hvernig ég hef starfa. Ég legg mikið upp úr því að vera í góðum samskiptum við mitt starfsfólk og kann vel að meta þá sem liggja ekki á skoðunum sínum. Það má því segja að allt þetta fólk séu mínir hugsuðir.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég hef í gegnum tíðina farið á margar góðar ráðstefnur bæði hér heima og erlendis. Við erum ma. aðilar að samtökum rútufyrirtækja um allan heim sem efna til ráðstefnu tvisvar á ári þar sem haldnir eru skemmtilegir fyrirlestrar en mikilvægast er að skiptast á upplýsingum og hugmyndum. Svo reynir maður að skella sér á áhugaverð námskeið þegar tími gefst til.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já mjög vel, vinn mikið sef lítið. Er reyndar byrjaður að fara út að hlaupa og langar rosalega að fá mér „racer“ hjól fyrir sumarið.
Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég væri til í að starfa hjá stórum bílaframleiðanda eins og Porsche. Porsche er einn flottasti bílaframleiðandi heims og hafa þeir náð frábærum árangri.
Hvað myndirðu læra
ef þú fengir að bæta
við þig nýrri gráðu?
Það hefur verið hröð þróun í upplýsingatækni og á hún mikinn þátt í vexti og velgengni fyrirtækja. Ég mundi því klárlega bæta við mig gráðu á því sviði.
Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið?
Ferðaþjónustan er gríðarlega skemmtileg grein sem er búin að vera í brjáluðum vexti sem hefur auðvitað sína galla líka. Á síðustu árum hefur orðið sífellt erfiðara að ráða starfsfólk og gengi krónunnar er erfitt við rekstur á ferðaþjónustufyrirtæki eins og okkar.
Hvað gerirðu til að fá
orku og innblástur í starfi?
Ég á frábæra eiginkonu og yndisleg börn sem gefa mér innblástur á hverjum degi. Einnig eru það forréttindi að fá að leiða stóran og flottan hóp starfsmanna Kynnisferða.