Karlakórinn Hreimur var stofnaður í janúar árið 1975. Kórfélagar komu þá úr Aðaldal, Reykjahverfi og Útkinn. Aðalhvatamaður að stofnun hans, ásamt fleirum, var Sveinn Kjartansson, þá skólastjóri Hafralækjarskóla.
Karlakórinn Hreimur var stofnaður í janúar árið 1975. Kórfélagar komu þá úr Aðaldal, Reykjahverfi og Útkinn. Aðalhvatamaður að stofnun hans, ásamt fleirum, var Sveinn Kjartansson, þá skólastjóri Hafralækjarskóla. Í dag koma kórfélagar úr Kelduhverfi, Tjörneshreppi, Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi og Akureyri. Kórinn hefur frá upphafi haft aðstöðu til æfinga í Hafralækjarskóla og í félagsheimilinu Ýdölum. Hreimur hefur gefið út tíu hljómplötur og geisladiska.